Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 18:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gagnrýnir Marsch fyrir að nefna Gakpo - „Vandræðalegt"
Mynd: Getty Images

Conor McGilligan fréttamaður frá Leeds gagnrýnir Jesse Marsch stjóra Leeds United fyrir ummæli sín varðandi áhuga Leeds á hollenska landsliðsmanninum Cody Gakpo.


Marsch sagði að hann væri svekktur að hafa misst af Gakpo en hann fullyrti það að Leeds hafi verið nálægt því að næla í Gakpo í sumar.

„Þetta með Cody Gakpo, þeir voru aldrei nálægt þessu er það? Við erum enn að heyra Marsch segja 'við vorum svo nálægt, þetta er vandræðalegt. Hættu að tala um þetta, hættu. Við náðum honum ekki," sagði McGilligan.

Gakpo hefur farið á kostum með hollenska liðinu á HM en þessi 23 ára gamli leikmaður PSV í heimalandinu hefur verið orðaður við mörg af stærstu liðum Evrópu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner