Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 07. desember 2022 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lahm: Engin augljós nálgun í sóknarleiknum
Kai Havertz
Kai Havertz
Mynd: Getty Images

Þýska landsliðið olli miklum vonbrigðum á HM í Katar en liðið féll úr leik í riðlakeppninni.


Phillip Lahm fyrrum fyrirliði landsliðsins var allt annað en sáttur með sóknarupplegg liðsins sem virtist hreinlega ekki vera neitt.

„Það var engin augljós nálgun í sóknarleiknum. Þýskaland er með fjóra framherja sem eru tæknilega mjög góðir í Serge Gnabry, Jamal Musiala, Kai Havertz og Leroy Sane og svo eru einnig Thomas Muller og Niclas Fullkrug," sagði Lahm.

„Fótbolti snýst um smáatriðin. Í sóknarleiknum t.d. Hvernig kemst ég í boxið án þess að gefa allt upp? Hvernig kem ég í veg fyrir að hitt liðið fari í skyndisókn ef ég tapa boltanum?"

Liðið varð heimsmeistari í Brasilíu árið 2014 en hefur fallið úr leik í riðlakeppninni á síðustu tveimur mótum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner