Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fim 07. desember 2023 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Everton gekk frá Newcastle á Goodison Park
Mynd: Getty Images

Everton 3 - 0 Newcastle
1-0 Dwight McNeil ('79 )
2-0 Abdoulaye Doucoure ('86 )
3-0 Beto ('90 )


Everton vann verðskuldaðan sigur á Newcastle á Goodison Park í kvöld.

Heimamenn voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en Dominic Calvert-Lewin gat nagað sig í handabökin fyrir að ná ekki að skora. Hann fékk dauða færi undir lok fyrri hálfleiksins en negldi boltanum yfir af stuttu færi.

Anthony Gordon fyrrum leikmaður Everton fékk tækifæri til að skora framhjá sínum gömlu félögum eftir klukkutíma leik. Jordan Pickford átti sendingu á James Tarkowski en Gordon náði boltanum af varnarmanninum og gat sett boltann í annað hvort hornið en skaut beint á Pickford.

Dwight McNeil kom svo Everton yfir þegar Kieran Trippier gerði sig sekan um slæm mistök og missti boltann við miðlínu, McNeil náði boltann og tók sprettinn að markinu og endaði með skoti í netið.

Abdoulaye Doucoure bætti öðru markinu við og Beto gulltryggði sigurinn með marki í uppbótatíma, hans fyrsta í úrvalsdeildinni.

Frábær úrslit fyrir Everton sem lyfti sér upp úr fallsæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner