Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 00:07
Brynjar Ingi Erluson
Hertha Berlín og Stuttgart áfram í bikarnum - Dortmund úr leik
Serhou Guirassy og Silas skoruðu báðir í sigri Stuttgart
Serhou Guirassy og Silas skoruðu báðir í sigri Stuttgart
Mynd: Getty Images
Hertha Berlín og Stuttgart eru bæði komin áfram í 8-liða úrslit þýska bikarsins. Borussia Dortmund er úr leik.

Stuttgart lagði Dortmund að velli, 2-0. Markamaskínan Serhou Guirassy skoraði fyrra mark Stuttgart á 55. mínútu eftir laglega stungusendingu Enzo Millot.

Jamie Bynoe-Gittens taldi sig hafa jafnað metin fyrir Dortmund fimm mínútum eftir mark Stuttgart, en hann var rétt fyrir innan og markið því dæmt af.

Annað mark Stuttgart var keimlíkt fyrra markinu. Aftur sótti Stuttgart vinstra megin og í átt að teignum. Max Mittelstadt laumaði boltanum inn fyrir á Silas sem lagði boltann framhjá Gregor Kobel og í netið.

Stuttgart komið áfram í 8-liða úrslit og tekur Herthu Berlín með sér sem vann frækinn sigur á Hamburger SV í vítakeppni. Staðan var 3-3 eftir framlengingu þar sem fyrrum Everton-maðurinn Jonjoe Kenny jafnaði fyrir Herthu á síðustu mínútu framlengingar.

Hertha skoraði úr öllum vítaspyrnum sínum á meðan Ransford-Yeboah Konigsdorffer var skúrkurinn í liði Hamburger.

Liðin í 8-liða úrslitum:
Bayer Leverkusen
Borussia Mönchengladbach
Fortuna Düsseldorf
Hertha Berlín
Kaiserslautern
Saarbrucken
St. Pauli
Stuttgart
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner