Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 20:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ósætti hjá Real Madrid með leikjaniðurröðunina í kingum jólin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Það er mikið ósætti í herbúðum Real Madrid eftir að í ljós kom að liðið spilar sinn síðasta leik fyrir jólafrí á útivelli gegn Alaves þann 21. desember.


Leikurinn fer fram klukkan 21:30 að spænskum tíma (20:30 ísl).

Félagið gerði sér vonir um að spila daginn áður og þar að leiðandi geta gefið leikmönnum liðsins heila viku í jólafrí. Margir leikmenn frá Suður Ameríku höfðu hug á því að skreppa heim en þessi breyrting gæti sett þau plön í hættu.

Liðið mætir aftur til æfinga þann 27. desember sem er viku fyrir fyrsta leikinn á nýju ári sem verður á Santiago Bernabeu gegn Mallorca.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner