Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
banner
   fim 07. desember 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tveir leikmenn fá ekki að æfa með aðalliði Nottingham Forest
Joe Worrall.
Joe Worrall.
Mynd: Getty Images
Varnarmennirnir Joe Worrall og Scott McKenna fá ekki lengur að mæta á æfingar hjá aðalliði Nottingham Forest.

Báðir leikmenn hafa fengið skilaboð um að æfa annars staðar en aðrir leikmenn liðsins. Þeir þurfa líka að mæta á öðrum tímum en aðrir.

Samkvæmt Daily Mail þá tengist þetta ekki neinu hegðunarvandamáli eða rifrildum.

Báðir leikmenn mega yfirgefa Forest þegar janúarglugginn opnar eftir tæpan mánuð.

Worrall og McKenna voru báðir í lykilhlutverki þegar Forest komst upp í ensku úrvalsdeildina 2021/22 tímabilið en þeir hafa ekki verið í stóru hlutverki á þessari leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner