Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fim 07. desember 2023 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vestri spilar á heimavelli í Lengjubikarnum - „Munar helling fyrir okkur"
Davíð Smári fagnar sæti í efstu deild.
Davíð Smári fagnar sæti í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hélt að þetta hefði ekki gerst áður, en þetta hefur víst gerst, það hafa einhverjir leikir verið spilaðir á Ísafirði í Lengjubikarnum," sagði Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra, við Fótbolta.net í dag.

Aðstaðan hjá Vestra er að stórbatna og er félagið komið með nýtt gervigras á æfingavöllinn og er verið að vinna í því að leggja gervigras á keppnisvöllinn. Þegar leikjaniðurröðunin í Lengjubikarnum var opinberuð í síðustu viku varð ljóst að Vestri spilar þrjá heimaleiki í keppninni.

„Það munar helling fyrir okkur að geta spilað á heimavelli. Við náum að skapa klefastemningu aðeins fyrr, það vantaði svolítið upp á það í fyrra; vorum að æfa inn í Bolungarvík þar sem voru engir klefar. Núna erum við alltaf á Ísafirði og mér líst mjög vel á það."

Æfingar fallið niður síðustu daga
Hvernig er staðan á vallarmálum núna?

„Aðalvöllurinn er ekki klár en það er unnið í honum alla daga - alveg sama hvernig viðrar. Það er mikið hrós á það. Skóflurnar eru ekki lagðar niður þó að það sé 15 sm snjór yfir öllu."

„Æfingavöllurinn er tilbúinn sem er mjög gott. Það var byrjað á því að skipta um gras á honum strax eftir að mótinu lauk. Hins vegar er snjólag yfir honum núna vegna þess að tækin sem áttu að sjá til þess að hann yrði auður eru ekki komin. Þegar ljóst varð að keypt yrði græja til að halda vellinum auðum þá reyndi ég að setja mikla pressu á að hún kæmi á réttum tíma. Því miður er hún ekki komin, mér er sagt að hún eigi að koma í næstu viku. Æfingar hafa legið niðri í tvo daga núna því miður, en ég vona innilega að þetta verði klárt strax eftir helgi,"
sagði Davíð.

Vestri mun spila á æfingavellinum í leikjunum í Lengjubikarnum. Vestri vann sér í haust inn sæti í Bestu deildinni og verður þar tímabilið 2024.

Leikjaniðurröðunin í riðli 1 í Lengjubikarnum
Athugasemdir
banner
banner
banner