Michail Antonio, leikmaður West Ham United á Englandi, lenti í hræðilegu bílslysi í dag en félagið greindi frá í yfirlýsingu á samfélagsmiðlum og heimasíðu nú rétt í þessu.
Fram kemur í enskum miðlum að slysið hafi átt sér stað í Essex, sem er skammt frá Lundúnum.
Þá er einnig greint frá því að Antonio hafi verið fluttur með sjúkraflugi. Ekkert hefur komið frá félaginu varðandi líðan Antonio eða slysið sjálft.
Antoni, sem er 34 ára gamall Jamaíkumaður, kom til West Ham frá Nottingham Forest fyrir níu árum. Hann er markahæsti leikmaður félagsins í ensku úrvalsdeildinni síðan deildin var sett á laggirnar árið 1992.
„West Ham United getur staðfest að Michail Antonio, framherji félagsins, lenti í umferðarslysi í dag. Hugur og bænir allra hjá félaginu eru hjá Michail, fjölskyldu hans og vinum. Félagið mun uppfæra stöðuna,“ segir í yfirlýsingunni.
Michail Antonio has been involved in a serious car crash in Essex near London and got airlifted to hospital. Terrible news, hoping for the best ???????? pic.twitter.com/6zTCORkbQK
— Football Hub (@FootbalIhub) December 7, 2024
Athugasemdir