Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   mið 08. janúar 2020 11:19
Magnús Már Einarsson
Dortmund ætlar ekki að selja Sancho í þessum mánuði
Borussia Dortmund ætlar ekki að selja kantmanninn Jadon Sancho í þessum mánui en Sky segir frá þessu.

Chelsea, Manchester City, Manchester United, Paris Saint-Germain, Real Madrid og Barcelona hafa öll augastað á hinum 19 ára gamla Sancho.

Dortmund vill hins vegar ekki selja hann í þessum mánuði þar sem erfitt er að finna nýjan leikmann í staðinn.

Möguleiki er á að Sancho verði seldur næsta sumar en búast má við að nokkur félög taki þátt í kapphlaupinu þá.
Athugasemdir