Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
   sun 08. janúar 2023 13:20
Aksentije Milisic
Spænskir miðlar hrauna yfir Real eftir tapið í gær
Alaba fær að heyra það.
Alaba fær að heyra það.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Stærstu miðlarnir á Spáni eru að láta Real Madrid heyra það duglega eftir að liðið tapaði með tveimur mörkum gegn einu á móti Villareal í La Liga deildinni í gær.


„Varnarlaust lið" skrifar Marca en Real Madrid gat farið yfir Barcelona og í fyrsta sæti deildarinnar með sigri eða jafntefli.

Liðin eru jöfn að stigum en Barcelona er með betra markahlutfall og hefur spilað einum leik færra.

David Alaba gaf klaufalegt víti í gær sem kostaði Real en miðillinn Sport kallaði Alaba fífl á baksíðu blaðsins.

Á meðan notaði Marca fyrirsögnina „Janúarbrekkan er hafin“, þar sem Madrid mun mæta Valencia, Athletic Bilbao og Real Sociedad fyrir lok mánaðarins.

Barcelona mætir Atletico Madrid í stórleik í kvöld og getur þá komist þremur stigum yfir meistarana í Real Madrid.


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 4 4 0 0 8 2 +6 12
2 Barcelona 4 3 1 0 13 3 +10 10
3 Espanyol 4 3 1 0 8 5 +3 10
4 Athletic 4 3 0 1 6 4 +2 9
5 Getafe 4 3 0 1 6 4 +2 9
6 Villarreal 4 2 1 1 8 3 +5 7
7 Alaves 4 2 1 1 4 3 +1 7
8 Elche 4 1 3 0 6 4 +2 6
9 Betis 5 1 3 1 6 6 0 6
10 Osasuna 4 2 0 2 3 2 +1 6
11 Atletico Madrid 4 1 2 1 5 4 +1 5
12 Celta 5 0 4 1 4 6 -2 4
13 Sevilla 4 1 1 2 7 7 0 4
14 Vallecano 4 1 1 2 4 5 -1 4
15 Valencia 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Oviedo 4 1 0 3 1 7 -6 3
17 Real Sociedad 4 0 2 2 4 6 -2 2
18 Levante 4 0 1 3 5 9 -4 1
19 Mallorca 4 0 1 3 4 9 -5 1
20 Girona 4 0 1 3 2 11 -9 1
Athugasemdir
banner