Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 08. febrúar 2020 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Martinelli: Barcelona vildi ekkert gera við mig
Martinelli hefur staðið sig vel með Arsenal.
Martinelli hefur staðið sig vel með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Barcelona vildi ekki fá Brasilíumanninn efnilega Gabriel Martinelli áður en hann fór til Arsenal.

Martinelli er fyrsti táningur hjá Arsenal til að skora tíu mörk í öllum keppnum síðan Nicolas Anelka náði því. Brasilíska goðsögnn Ronaldinho er mjög spenntur fyrir honum.

Hinn 18 ára gamli Martinelli var keyptur til Arsenal frá Ituano í heimalandinu fyrir 6 milljónir punda síðasta sumar.

Hann æfði með Barcelona áður en hann samdi við Arsenal, en eftir að hafa verið í Katalóníu þá heyrði Martinelli ekki múkk frá Börsungum.

„Ég var í 15 daga þarna," sagði Martinelli við Marca um dvöl sína hjá Barcelona. „Barcelona bauð mér að æfa í La Masia, en eftir á þá vildu þeir ekkert gera við mig, þeir sögðu ekki neitt við mig. Ég fór aftur til Ituano, og kom svo til Arsenal."

Martinelli æfði einnig með Manchester United, en hann gekk í raðir Arsenal þar sem vel hefur gengið hjá honum.
Athugasemdir
banner
banner