Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 08. febrúar 2023 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Bayern hafnaði mikilvægu tilboði í Pavard á gluggadegi
Mynd: EPA

Hasan Salihamidzic, stjórnandi hjá FC Bayern, er búinn að staðfesta að þýsku risarnir höfnuðu 'mikilvægu' tilboði í hægri bakvörðinn sinn Benjamin Pavard á lokadegi félagsskiptagluggans í janúar.


Real Madrid, Barcelona og Inter eru meðal félaga sem vildu krækja í Pavard í janúar.

„Við fengum mikilvægt tilboð í Pavard á gluggadegi en gátum ekki samþykkt það. Við getum ekki klárað tímabilið án hans. Þetta var mikilvægt tilboð fjárhagslega séð en hann er ómissandi fyrir okkur," sagði Salihamidzic við Bild.

Pavard, 26 ára með tæpa 150 leiki að baki fyrir Bayern, á tæpa átján mánuði eftir af samningi sínum við félagið. 

Hann á einnig 47 leiki að baki fyrir franska landsliðið og varð heimsmeistari í Rússlandi 2018.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner