Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 08. febrúar 2023 23:12
Ívan Guðjón Baldursson
Grótta fær Kára Eydal frá Rosenborg (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Grótta

Grótta er búið að krækja í sóknarmanninn efnilega Kára Eydal sem gengur til liðs við félagið úr röðum Rosenborg í Noregi.


Kári er 19 ára leikmaður unglingaliðs Rosenborgar en hann á leiki að baki í fjórðu deild íslenska boltans með Herði frá Ísafirði.

Kári gerir þriggja ára samning við Gróttu sem leikur áfram í Lengjudeildinni í sumar eftir að hafa endað í þriðja sæti í fyrra.

„Hann hefur sýnt það frá fyrsta degi að hann er með frábært hugarfar og er tilbúin að leggja inn vinnuna. Við teljum að hann sé gríðarlegt efni og hlökkum til að vinna með honum á Vivaldi," segir Paul Western, þjálfari Gróttu.


Athugasemdir
banner
banner