Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 08. febrúar 2023 09:36
Elvar Geir Magnússon
Táningurinn Kobbie Mainoo gæti fengið tækifæri hjá Man Utd í kvöld
Kobbie Mainoo er spennandi leikmaður.
Kobbie Mainoo er spennandi leikmaður.
Mynd: Getty Images
Manchester United á tvo leiki framundan gegn Leeds United í ensku úrvalsdeildinni. Liðin eigast við á Old Trafford í kvöld og mætast svo á Elland Road á sunnudag.

Rauðu djöflarnir eru þunnskipaðir á miðsvæðinu. Casemiro er í banni auk þess sem Christian Eriksen, Donny van de Beek og Scott McTominay eru á meiðslalistanum.

Líklegt er að brasilíski landsliðsmaðurinn Fred verði með Marcel Sabitzer, lánsmanninum sem kom frá Bayern München, á miðju Man Utd í kvöld.

En hinn sautján ára gamli Kobbie Mainoo gæti fengið tækifæri í kvöld. Erik ten Hag stjóri Manchester United er gríðarlega hrifinn af þessum hæfileikaríka unga leikmanni.

Mainoo lék sinn fyrsta aðalliðsleik í deildabikarleik gegn Charlton í síðasta mánuði, hann var í byrjunarliðinu og lék í um klukkutíma. Casemiro kom svo inn fyrir hann en Mainoo segist vera að læra mikið af brasilíska sigurvegaranum.

Mainoo er feikilega öflugur, snöggur og óttalaus. Þá er einn hans helsti kostur að hann er tilbúinn að hlusta, vill læra og verða betri.

Sjá einnig:
Áfrýja ekki rauða spjaldinu sem Casemiro fékk - Martial, McTominay og Antony fjarverandi á morgun
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner