Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 08. mars 2020 21:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Dybala með glæsimark í sigri Juventus á Inter
Paulo Dybala.
Paulo Dybala.
Mynd: Getty Images
Juventus er á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar eftir sigur gegn Inter á heimavelli. Engir áhorfendur voru á vellinum út af útbreiðslu kórónaveirunnar á Ítalíu.

Engin mörk voru skoruð í fyrri hálfleik, en eftir tæpar tíu mínútur í síðari hálfleik skoraði Aaron Ramsey og kom Juventus yfir. Hann hefur nú skorað þrjú mörk í ítölsku úrvalsdeildinni.

Á 67. mínútu skoraði Paulo Dybala svo gífurlega fallegt mark eftir samleik við Ramsey. Dybala fór illa með Ashley Young áður en hann kláraði færi sitt.

Markið má sjá hérna.

Lokatölur voru 2-0 fyrir Juventus í nokkuð jöfnum leik. Juventus er núna með eins stigs forystu á Lazio. Inter hefur tapað tveimur í röð og er í þriðja sæti, níu stigum frá Juventus.

Udinese og Fiorentina gerðu markalaust jafntefli fyrr í kvöld. Fiorentina er í 12. sæti og Udinese í 14. sæti.

Juventus 2 - 0 Inter
1-0 Aaron Ramsey ('54 )
2-0 Paulo Dybala ('67 )

Udinese 0 - 0 Fiorentina

Önnur úrslit:
Ítalía: Zlatan skoraði í tapi - Quagliarella hetja Sampa
Athugasemdir
banner
banner
banner