Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. mars 2021 20:51
Victor Pálsson
Ancelotti: Erum ekki í sama gæðaflokki og þeir
Mynd: Getty Images
Everton átti ekkert skilið gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í kvöld að sögn stjóra liðsins, Carlo Ancelotti.

Það voru sjálfsmark og vítaspyrna sem tryggðu Chelsea sigur og fékk liðið þrjú dýrmæt stig í Meistaradeildarbaráttu.

Ancelotti er fyrrum stjóri Chelsea og var hann mjög skýr við blaðamenn eftir leikslok.

„Þeir spiluðu betur en við og áttu skilið að vinna. Við vorum góðir varnarlega í 30 mínútur," sagði Ancelotti.

„Þegar þeir skoruðu varð þessi leikur erfiður fyrir okkur. Þeir eru með gott lið. Jordan stóð sig vel í markinu. Hann hefði getað gert betur í vítinu en það skemmir ekki frammistöðuna."

„Að mínu mati var þetta vítaspyrna. Við fengum ekki mörg færi. Richarlison fékk eitt en við verðum að vera hreinskilinn, við erum ekki í sama gæðaflokki. Við getum ekki spilað opinn leik gegn svona liði."
Athugasemdir
banner
banner
banner