Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. mars 2021 23:15
Victor Pálsson
Deschamps minnir á hvað Pogba upplifði í nóvember
Mynd: Getty Images
Sæti Antoine Griezmann í franska landsliðinu er ekki í hættu að sögn landsliðsþjálfarans Didier Deschamps.

Griezmann hefur ekki spilað sinn besta leik með Barcelona á leiktíðinni en á ekki í hættu á að missa landsliðssætið.

Deschamps minnir fólk á það að Paul Pogba hafi upplifað erfiða tíma hjá Manchester United á síðasta ári.

Vonandi fyrir Deschamps verður Griezmann kominn í betra stand þegar EM hefst í sumar.

„Hann er kannski ekki að spila sinn besta leik en það snýst ekki um gæði, það væri ósanngjarnt að efast um mikilvægi hans í landsliðinu," sagði Deschamps.

„Í nóvember þá fór Paul í gegnum erfiðari tíma hjá Manchester United. Hann fékk aukin kraft með því að spila með okkur og var frábær gegn Portúgal. Það sama má segja um Antoine, þetta snýst um traust."

„Þeir vita það að þeir eru í öðru umhverfi í landsliðinu. Allir leikmenn geta upplifað slæma tíma hjá sínu félagsliði en ég missi enga trú."
Athugasemdir
banner
banner
banner