Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
   mán 08. mars 2021 19:53
Victor Pálsson
England: Chelsea vann mikilvægan sigur á Everton
Chelsea 2 - 0 Everton
1-0 Ben Godfrey('31, sjálfsmark)
2-0 Jorginho('65, víti)

Chelsea fékk dýrmæt þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið fékk Everton í heimsókn í Evrópuslag í deildinni.

Bæði lið eru að leitast eftir því að ná Meistaradeildarsæti og hefðu þrjú stigin gert afskaplega mikið.

Chelsea komst yfir eftir 31 mínútu í fyrri hálfleik en Ben Godfrey varð þá fyrir því óláni að skora sjálfsmark fyrir Everton.

Kai Havertz átti stóran þátt í því marki en hann skoraði svo sjálfur í seinni hálfleik mark sem var dæmt af.

Þjóðverjinn kláraði færi sitt vel innan teigs en VAR skoðaði markið nánar og var dæmd hendi innan teigs og fékk Everton aukaspyrnu.

Havertz átti svo aftur stóran þátt í öðru marki Chelsea en hann fékk þá sendingu inn fyrir vörn Everton áður en Jordan Pickford, markvörður Everton, gerðist brotlegur innan teigs og vítaspyrna dæmd.

Ítalinn Jorginho steig á punktinn og skoraði örugglega framhjá Pickford til að gulltryggja Chelsea sigurinn.

Gylfi Þór Sigurðsson lék 70 mínútur með Everton en hann var tekinn af velli á 70. mínútu fyrir Joshua King.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner
banner