Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 08. mars 2021 09:11
Magnús Már Einarsson
Hvaða framherji Liverpool fer?
Powerade
Verða breytingar hjá Liverpool í sumar?
Verða breytingar hjá Liverpool í sumar?
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin gefa ekkert eftir frekar en fyrri daginn. Hér er slúðurpakki dagsins.



Tony Cascarino, fyrrum framherji írska landsliðsins, segir óumflýjanlegt að Liverpool muni missa Mohamed Salah (28), Sadio Mane (28) eða Roberto Firmino (29) í sumar. (Talksport)

Dave King, formaður Rangers, segir að það sé ekki möguleiki á að Steven Gerrard fari frá félaginu til að taka við Liverpool á næstunni. (Glasgow Times)

Chelsea ætlar að bjóða danska varnarmanninum Andreas Christiansen (24) nýjan samning. (Telegraph)

Wolves, Southampton, Crystal Palace, West Ham og Aston Villa hafa verið að skoða Josh Brownhill (25) miðjumann Burnley. (Teamtalk)

Liverpool gæti fetað í fótspor Manchester United og farið á hlutabréfamarkað. (Football Insider)

Reece James (21) varnarmaður Chelsea kvartar ekki þó að Thomas Tuchel sé að gera margar breytingar á liðinu. James segir að leikmenn geti ekki búist við því að spila alltaf. (Metro)

Zlatan Ibrahimovic (39) framherji AC Milan ætlar að byrja aftur að spila með sænska landsliðinu. (Mail)

Max Aarons (21) bakvörður Norwich segist stefna á að spila með enska landsliðinu í framtíðinni en hann segist ekki vera að íhuga að spila fyrir landslið Jamaíka. (Norwich Evening News)

Luke McCormick (22) miðjumaður Chelsea er á óskalista Millwall. (Sun)

West Ham ætlar að reyna að gera nýjan samning við David Moyes en félagið óttast að önnur félög fari að reyna við hann. (Teamtalk)
Athugasemdir
banner
banner