Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 08. mars 2021 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Landsleikjum í Suður-Ameríku frestað
Richarlison hefði þurft að fara í tíu daga sóttkví við komuna aftur til Englands ef hann hefði verið til Suður-Ameríku. Hann er leikmaður Everton.
Richarlison hefði þurft að fara í tíu daga sóttkví við komuna aftur til Englands ef hann hefði verið til Suður-Ameríku. Hann er leikmaður Everton.
Mynd: Getty Images
Þeir leikir sem áttu að vera í undankeppni HM í Suður-Ameríku síðar í þessum mánuði hefur verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins.

Þau tíu landslið sem taka þátt í undankeppni HM í Suður-Ameríku áttu hvert og eitt að spila tvo landsleiki í þessum mánuði. En út af reglum í tengslum við kórónuveirufaraldurinn verður erfitt fyrir leikmenn í Evrópu að ferðast til heimsálfunnar. Það þótti því best að fresta þessum leikjum.

Félög í Evrópu þurfa þess vegna ekki að hafa áhyggjur af því að leikmenn sínir frá Suður-Ameríku þurfi að fara í sóttkví. Þeir verða áfram hjá félagsliðum sínum í komandi landsleikjaglugga.

Hvert lið hefur spilað fjóra af 18 leikjum sínum í undankeppninni fyrir mótið sem fer fram í Katar undir lok næsta árs.

Á meðal þeirra leikja sem hefur verið frestað er leikur Argentínu og Brasilíu.

Það er enn nokkur óvissa í tengslum við leikina í undankeppninni hér í Evrópu en það kemur betur í ljós síðar í þessum mánuði. Félagslið geta bannað leikmönnum sína að fara til móts við landslið sín ef þeir þurfa að fara í sóttkví við komuna til baka.

Sjá einnig:
Verður leikurinn við Þýskaland færður annað?
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner