Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
   mið 08. mars 2023 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Ian Wright hraunaði yfir Bruno Fernandes
Mynd: Skjáskot

Bruno Fernandes er varafyrirliði Manchester United og ber því fyrirliðabandið þegar Harry Maguire er ekki inná vellinum.


Portúgalinn hefur því verið fyrirliði Man Utd stærstan hluta leiktíðarinnar en hann fékk mikla gagnrýni fyrir frammistöðu sína og líkamstjáningu í 7-0 tapi gegn Liverpool á Anfield á dögunum.

Margir hafa tjáð sig um Fernandes en Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Man Utd, stendur við bakið á sínum manni og segir að hann muni læra af þessu. Ian Wright, goðsögn hjá Arsenal og fótboltasérfræðingur hjá Sky Sports, rýndi í ákveðna þætti í frammistöðu Fernandes í tapinu vandræðalega.

„Við hefðum aldrei verið með svona liðsfélaga," sagði Ian Wright þegar hann var spurður hvað hann myndi gera ef þetta hefði verið liðsfélagi hans í 'gamla daga'. „Þessi tegund af leikmanni hefði aldrei komist í búningsklefann með okkur með alla þessa neikvæðni og sífellt væl. Þetta hefði aldrei getað gerst þegar ég var fótboltamaður.

„Svona leikmaður hefði aldrei komist á þetta gæðastig á minni tíð." 

Sjá einnig:
„Hegðun Fernandes til háborinnar skammar"
Fernandes bað ekki um skiptingu
Ten Hag: Bruno mun áfram bera fyrirliðabandið


Athugasemdir
banner
banner
banner