Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 08. apríl 2019 08:45
Ívan Guðjón Baldursson
„Sorglegt" að það hafi verið klappað fyrir Zlatan
Mynd: Getty Images
Zlatan Ibrahimovic hefur verið öflugur frá komu sinni til LA Galaxy í bandarísku MLS deildinni. Sænska stórstjarnan er búin að gera 26 mörk í 30 deildarleikjum, þar af fjögur í þremur leikjum í ár.

Zlatan er dáður af bandarískum knattspyrnuunnendum og það kemur fyrir að stuðningsmenn andstæðinga LA Galaxy klappi fyrir Zlatan og kalli nafn hans.

Það er það sem gerðist er LA Galaxy lagði Vancouver Whitecaps á útivelli, í leik þar sem Zlatan lagði upp og skoraði í 0-2 sigri. Stuðningsmenn heimamanna kölluðu nafn Zlatan og sungu í leiknum og virkuðu ekki sérlega leiðir þegar hann skoraði gegn þeirra mönnum.

Felipe Martins, brasilískur miðjumaður Whitecaps, var ekki ánægður með þessa hegðun stuðningsmanna.

„Mér finnst þetta frekar sorglegt því allur þessi stuðningur sem hann fær ætti að vera fyrir okkur. Við erum á heimavelli," sagði Martins í viðtali í hálfleik.

„Það skiptir ekki máli gegn hverjum við spilum, fólk ætti að koma hingað til að hvetja okkur áfram og gera andstæðingunum erfitt fyrir. Ekki öfugt."
Athugasemdir
banner
banner