banner
   fim 08. apríl 2021 11:45
Elvar Geir Magnússon
Allt bendir til þess að Zaniolo verði ekki með á EM
Nicolo Zaniolo hefur verið óheppinn með meiðsli.
Nicolo Zaniolo hefur verið óheppinn með meiðsli.
Mynd: Getty Images
Tuttomercatoweb segir að búið sé að fresta endurkomu Nicolo Zaniolo um þrjár til fjórar vikur og afar hæpið er að leikmaðurinn ungi geti verið með ítalska landsliðinu á EM í sumar.

Zaniolo fór í skoðun hjá virtum lækni í Austurríki í gær. Hnéð á honum er í fínu lagi en því vantar enn 10% styrk miðað við hinn fótlegginn.

Zaniolo, sem er 21 árs leikmaður Roma, gæti spilað í síðustu tveimur umferðunum í ítölsku A-deildinni.

Hann vonaðist til að snúa aftur í tíma til að geta unnið sér sæti í landsliðshópnum hjá Roberto Mancini fyrir EM en afskaplega ólíklegt er að hann verði í hópnum.

Zaniolo varð fyrir tveimur alvarlegum hnémeiðslum á árinu 2020. Þau fyrri áttu sér stað í leik gegn Juventus í janúarmánuði en þau seinni í Þjóðadeildarleik milli Hollands og Ítalíu í september.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner