Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. apríl 2021 12:08
Magnús Már Einarsson
Hallbera: Þakka Guði fyrir að vera úti í Svíþjóð
Icelandair
Hallbera í leik með íslenska landsliðinu.
Hallbera í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hallbera Guðný Gísladóttir, leikmaður íslenska landsliðsins, er ánægð með fyrstu mánuði sína hjá AIK í Svíþjóð. Hallbera sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag fyrir vináttulandsleik Íslands og Ítalíu á laugardag.

Hallbera fór frá Val eftir síðasta tímabil og gekk til liðs við AIK.

„Það var mjög gott skref fyrir mig að fara út. Það er álag heima að vinna með fótboltanum. Ég er í skóla núna og hef getað sinnt fótboltanm og náminu. Þetta hefur verið mjög fínt, sérstaklega núna þegar allt er stopp heima. Ég þakka Guði fyrir að vera úti í Svíþjóð þar sem allt er frekar afslappað," sagði Hallbera á fréttamannafundinum.

AIK er nýliði í sænsku úrvalsdeildinni en liðið er á mikilli uppleið.

„Þetta er mjög stór klúbbur og það er verið að setja meira púður í kvennaliðið núna. Þessir stóru klúbbar eru aðeins að vakna. Maður sér það sem er að gerast á Englandi og Spáni."

„Þeirra markmið er að setja meira í kvennaliðið. Hingað til hefur þetta verið mjög flott. Við æfðum á Friends Arena allt undirbúningstímabilið og fengum morgunmat og hádegismat. Þá leið manni eins og atvinnumanni. Það var frábært að geta einbeitt sér að fótboltanum þannig. Þetta er ungt lið og það eru margar að spila í fyrsta skipti í úrvalsdeild. Það verður áskorun að halda félaginu uppi. Það er markmiðið. Svo byggjum við ofan á það."


Í könnun sænsku úrvalsdeildarinnar er Hallbera efst í kosningu yfir besta nýju vinstri bakverðina í deildinni. „Já þetta er örugglega mjög vísindaleg könnun," sagði Hallbera og hló. „Ég hef fulla trú á mínum hæfileikum og tel mig geta spilað vel á þessu leveli."
Athugasemdir
banner
banner
banner