Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 08. maí 2020 10:00
Elvar Geir Magnússon
Harpa Þorsteins: Máni hittir naglann á höfuðið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markadrottningin Harpa Þorsteinsdóttir tekur undir ummæli Mána Pétursson um að ástandið innan Stjörnunnar sé í tómu rugli.

„Oft erum við Mani Pétursson ekkert endilega sammála - en hann má eiga það að hér hittir hann naglann á höfuðið. Skíni Stjarnan!" skrifar Harpa á Twitter.

Harpa raðaði inn mörkum fyrir Stjörnuna en lagði skóna á hilluna í vor.

Máni lét stór orð falla um Garðabæjarfélagið í umræðuþætti á Stöð 2 Sport í gær og segir að það þurfi að fara í naflaskoðun.

„Vandamál Stjörnunnar er að félagið er bara í tómu rugli. Ástandið innan félagsins er í tómu rugli, það er gríðarlega slæmt og það þorir enginn að tala um þetta," sagði Máni og talaði um að deilur væru í gangi milli deilda Stjörnunnar.

Í síðasta mánuði fjölluðu fjölmiðlar um mikla ólgu innan aðalstjórnar Stjörnunnar og segir Máni að innan félagsins sé ekki gengið í takt.

Hér að neðan má sjá umræðuna úr þættinum í gær.


Athugasemdir
banner
banner
banner