Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. maí 2022 00:05
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Ýmir vann C-deildina
Mynd: Twitter
Ýmir 4 - 2 Úlfarnir
1-0 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('4 )
2-0 Arian Ari Morina ('10 )
3-0 Valdimar Ármann Sigurðsson ('33 )
3-1 Steinar Bjarnason ('39, víti )
4-1 Eiður Gauti Sæbjörnsson ('48 )
4-2 Halldór Bjarki Brynjarsson ('85 )

Ýmir er Lengjubikarsmeistari í C-deild eftir að hafa unnið Úlfana, 4-2, í úrslitaleik í dag.

Eiður Gauti Sæbjörnsson skoraði fyrsta markið eftir fjórar mínútur áður en Arian Ari Morina bætti við öðru sex mínútum síðar. Þegar rúmur hálftími var kominn á klukkuna gerði Valdimar Ármann Sigurðsson þriðja markið áður en Steinar Bjarnason minnkaði muninn úr víti sex mínútum síðar.

Ýmismenn byrjuðu seinni hálfleikinn alveg eins og þann fyrri en aftur var það Eiður Gauti sem skoraði. Halldór Bjarki Brynjarsson náði að klóra í bakkann fyrir Úlfana undir lok leiks en það reyndist alltof seint.

Ýmir er því sigurvegari í C-deild Lengjubikarsins. Liðið vann C-deildina síðast árið 2018 eftir að hafa unnið Árborg í úrslitum, 3-2.


Athugasemdir
banner
banner
banner