Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   lau 08. júní 2019 16:29
Kristófer Jónsson
Kolbeinn Sigþórs: Ég elska að spila fyrir Ísland
Icelandair
Kolbeinn fékk mínútur í dag
Kolbeinn fékk mínútur í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson kom inná sem varamaður þegar að Íslenska landsliðið sigraði Albaníu 1-0 á Laugardalsvelli í dag. Kolbeinn hefur lítið spilað undanfarin þrjú ár vegna meiðsla og fékk frábærar mótökur.

„Það var náttúrulega bara æðislegt að fá þessar mótökur. Ég elska að spila fyrir Ísland og maður fær bara fiðring." sagði Kolbeinn eftir leikinn í dag.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  0 Albanía

Eins og fyrr segir hefur Kolbeinn meira en minna verið frá eftir Evrópumótið 2016 en hann var einnig í landsliðshópi Íslands í nóvember síðastliðinn. Hann segist finna mikin mun á sér síðan þá.

„Ég fann það greinilega að ég er kominn miklu lengra sem að gefur mér ákveðið sjáfstraust. Ég þarf mínútur þar sem að ég hef ekki spilað heilan leik í ég veit ekki hvað langan tíma. En þetta eru jákvæð skref og ég byggi ofan á þetta."

Ísland er með sex stig eftir þrjá leiki í undanriðlinum og framundan er mikilvægur leikur gegn Tyrklandi næstkomandi þriðjudag.

„Þetta verður fáránlega mikilvægur leikur og þetta gefur liðinu sjálfstraust að ná í þrjú stig í dag. Tyrkir eru með gott lið en við höfum spilað vel á móti þeim þannig að það er bara að halda því áfram og ná í þessi þrjú stig." sagði Kolbeinn að lokum.

Nánar er rætt við Kolbein í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner