Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   þri 08. júní 2021 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gautaborgarævintýrið varði ekki lengi hjá Hamsik
Yfirgefur Gautaborg.
Yfirgefur Gautaborg.
Mynd: Gautaborg
Marek Hamsik verður ekki áfram leikmaður Gautaborg í Svíþjóð, hann er á förum frá félaginu.

Miðjumaðurinn með hanakambinn mun flytja til Tyrklands þegar vegferð Slóvakíu á EM lýkur. Hann er búinn að skrifa undir samning við Trabzonspor.

Það vakti mikla athygli þegar Hamsik skrifaði undir samning við sænska félagið Gautaborg í mars.

Hamsik er 33 ára gamall miðjumaður en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Napoli frá 2007 til 2019. Hamsik er landsliðsmaður Slóvakíu og skoraði 100 mörk í 408 deildarleikjum fyrir Napoli.

Hann mátti fara frítt frá Svíþjóð í sumar og skrifar hann undir tveggja ára samning við Trabzonspor.

Kolbeinn Sigþórsson var liðsfélagi Hamsik í Gautaborg.
Athugasemdir
banner
banner