Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   fim 08. júní 2023 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gæti spilað sinn fyrsta yngri landsleik - „Hefur staðið sig vel"
watermark Örvar Logi
Örvar Logi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvar Logi Örvarsson var á þriðjudag í fyrsta sinn á sínum ferli valinn í hóp fyrir leiki hjá yngri landsliðunum. Hann er í hópnum fyrir komandi vináttulandsleiki U21 landsliðsins.

Vinstri bakvörðurinn var í æfingahópnum fyrir vináttuleikinn gegn Írlandi í mars en var ekki valinn í sjálft verkefnið.

U21 mætir Austurríki í vináttuleik þann 16. júní ytra. Leikið verður á Stadion Wiener Neustadt. Frá Austurríki mun liðið færa sig yfir til Ungverjalands þar sem það mætir heimamönnum þann 19. júní.

Hann er eini leikmaðurinn í hópnum sem ekki hefur spilað leik fyrir yngri landsliðin til þessa. Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21 landsliðsins, var spurður út í Örvar í viðtali í vikunni.

„Örvar er búinn að spila allt undirbúningstímabilið, byrjunina á tímabilinu og er í þannig leikstöðu - og við verðum að horfa í það. Hann hefur staðið sig vel, hefur spilað vel, er í góðu standi og við sáum þegar við vorum að púsla saman hópnum að þetta var svona staða þar sem við gátum fengið menn í og ákváðum að taka Örvar," sagði Davíð.

Örvar er uppalinn í Stjörnunni, hann er nítján ára gamall og lék á láni hjá Grindavík fyrri hluta síðasta sumars. Tímabilið 2021 lék hann með KFG.
Davíð Snorri: Andri var ekki í A-hópnum og þá er hann í U21
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner