De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   fim 08. júní 2023 12:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kovacic býst við að fara frá Chelsea
Vann Meistaradeildina með Chelsea 2021.
Vann Meistaradeildina með Chelsea 2021.
Mynd: epa
Mateo Kovacic, miðjumaður Chelsea, hefur mikið verið orðaður við Manchester City að undanförnu. Ef marka má orð Króatans þá eru meiri líkur en minni á því að hann sé á förum frá Chelsea.

„Ég á eitt ár eftir af samningi mínum við Chelsea, þetta tímabil var mjög slæmt. Allt bendir til þess að eftir fimm góð ár sé ég að breyta til, en í fótbolta getur allt gerst. Akkúrat núna er ég einbeittur á Króatíu og Þjóðadeildina," sagði Kovacic við Nacional.

„Manchester City er topplið og á skilið að vera í úrslitum Meistaradeildarinnar. Það er það sem ég hef að segja. Sumarið er langt, við sjáum hvað gerist."

„Chelsea er stórkostlegt fyrir mér. Ég elska borgina og stuðningsmennina, þeir elska mig og ég hef yndislegar minningar af Chelsea. Við sjáum hvað gerist,"
sagði Kovacic.

Króatíska landsliðið er á leið í undanúrslit Þjóðadeildarinnar. Liðið mætir Hollandi þann 14. júní í Rotterdam.
Athugasemdir
banner
banner
banner