Robert Lewandowski var auðvitað til umræðu í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport eftir leiki kvöldsins í Meistaradeildinni.
Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Barcelona og Bayern síðust í 8-liða úrslit
Úrslit kvöldsins:
Meistaradeildin: Barcelona og Bayern síðust í 8-liða úrslit
Lewandowski skoraði tvö mörk þegar Bayern vann 4-1 sigur á Chelsea og komst áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lewandowski er núna búinn að skora 53 mörk í 44 leikjum á tímabilinu, þar af 13 í Meistaradeildinni.
Hann er sóknarmaður sem gleður gamla skólann.
„Það eru ekki margar svona týpur eftir, það voru fleiri svona týpur fyrir mörgum árum síðan. Hreinræktuð klassísk nía, það eru ekki margir svona í dag," sagði Davíð Þór Viðarsson í Meistaradeildarmörkunum.
„Það gleður gamla skólann að sjá öðru hvoru svona sentera," sagði Reynir Leósson og bætti Davíð Þór við: „Að það séu ekki bara falskar níur."
Sjá einnig:
Magnaður Lewandowski í hóp með Messi og Ronaldo
Athugasemdir