Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
   fim 08. ágúst 2024 23:13
Sölvi Haraldsson
Maggi: Hiti og tilfinningar í báðar áttir
Lengjudeildin
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar.
Magnús Már, þjálfari Aftureldingar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst frammistaðan nokkuð góð lengst af. Varnarleikurinn var góður og við fáum sénsa til að skora fleiri mörk. Þetta var skemmtilegur leikur og kaflaskiptur. Mörkin hefðu mátt vera fleiri.“ sagði Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir 1-1 jafntefli við Leikni í Mosfellsbænum í dag.


Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  1 Leiknir R.

Hvað vantaði upp á hjá Aftureldingu í dag til að vinna leikinn?

Það vantaði að klára færin. Við komumst líka í ágætar stöður sem við náðum ekki að nýta nógu mikið, það vantaði oft síðustu sendinguna. Það vantaði upp á í dag. Spilalega séð vorum við flottir en það vantaði bara upp á smiðshöggið í dag hjá okkur finnst mér.

Það var mikill hiti undir lok leiks þar sem bæði lið vildu fá vítaspyrnu og fleira. Hvernig fannst Maggi þessi leikur vera dæmdur?

Hann dæmdi þetta fínt í dag. Það er hiti í þessu og tilfinningar í báðar áttir, það er bara eins og fótboltinn er.

Stigið gerir ekki mikið fyrir Aftureldingu en hvernig horfir Magnús á framhaldið og stöðuna í deildinni?

Það þýðir ekkert að horfa á þessa töflu fyrr en mótið er búið. Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og ná í eins flest stig og við getum. Eitt stig í dag, hefði viljað þrjú en næsta verkefni er bara Dalvík á þriðjudaginn og við ætlum að fara þangað og ná í þrjú stig.“ sagði Magnús.

Viðtalið við Magnús má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner