Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. september 2020 21:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hamren: Þeir eru 40 sætum betri en við
Icelandair
Erik Hamren, landsliðsþjálfari.
Erik Hamren, landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við spiluðum gegn mjög góðu liði og þeir sýndu hversu góðir þeir eru. Þeir voru betri, það er ekki mikið annað að segja," sagði Erik Hamren, landsliðsþjálfari Íslands, eftir 5-1 tap gegn Belgíu í Þjóðadeildinni í dag.

Hann ræddi við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Við byrjuðum mjög vel og fengum góðan möguleika úr skallafæri Hólmberts áður en við skoruðum. Við byrjuðum mjög vel, en þeir eru góðir og við lentum í vandamálum sérstaklega í tveir á einn og einn á einn stöðum. Þeir eru mjög sterkir þegar við erum ekki með orku eða hraða til að skapa tveir á einn gegn þeim."

Hamren gerði sjö breytingar á byrjunarliði sínu 1-0 tapinu gegn Englandi síðasta laugardag.

„Ég fékk mörg góð svör, sum jákvæð og sum neikvæð. Það er líka það sem ég vil gera, ég vildi prófa leikmenn og ég var mjög ánægður með alla leikmennina í leiknum gegn Englandi. Ég gerði samt breytingar því ég vildi líka sjá aðra leikmenn. Ég fékk góð svör og sum ekki nægilega góð svör."

„Þeir eru betri en við. Ég sagði það á blaðamannafundinum í gær að þeir eru 40 sætum betri en við og þeir sýndu það í dag," sagði Hamren.

„Við þurfum að vera meiri heild eins og við vorum gegn Englandi. Munurinn var líka sá að Belgía hreyfði boltann mun hraðar en enska liðið."

Ísland mætir Rúmeníu í undanúrslitum umspilsins fyrir EM á laugardalsvelli í næsta mánuði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner