Heimild: Sunnlenska
Björn Sigurbjörnsson mun ekki halda áfram að þjálfa kvennalið Selfoss eftir að hafa fallið með liðið um tvær deildir á tveimur árum.
Björn tók við Selfossi í Bestu deildinni en liðið mun leika í 2. deild næsta sumar eftir að hafa fallið úr Lengjudeildinni í ár.
Selfoss hefur misst mikið af sterkum leikmönnum frá sér síðustu ár og spilaði á mikið af uppöldum leikmönnum í sumar.
Það verður áhugavert að fylgjast með hvernig ungt lið Selfyssinga mun þróast á næstu árum.
Athugasemdir