Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   þri 08. október 2019 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hudson-Odoi um meiðslin í vor: Óttaðist um ferilinn
Odoi meiddist gegn Burnley.
Odoi meiddist gegn Burnley.
Mynd: Getty Images
Callum Hudson-Odoi hefur verið mikið ræddur á meðal stuðningsmanna Chelsea og þeirra sem eru sérstaklega spenntir fyrir ungum og spennandi leikmönnum.

Hudson-Odoi kom í raun fyrst fram á sjónarsviðið þegar hann var mikið orðaður við Bayern Munchen á síðustu leiktíð og í kjölfarið fékk hann leiki hjá þáverandi þjálfara Chelsea, Maurizio Sarri.

Odoi fékk fyrst leiki í FA bikarnum og Evrópudeildinni en svo fjölgaði tækifærunum og hann fékk deildarleiki eftir að Sarri hafði verið mikið gagnrýndur fyrir að velja Willian og Pedro framyfir hinn unga Odoi.

Hudson-Odoi verður 19 ára í nóvember. Hann meiddist illa gegn Burnley í vor og er nýkominn af stað aftur. Hann hefur komið mjög vel inn í Chelsea liðið og lagt upp mark í síðustu þremur leikjum liðsins.

Hudson-Odoi tjáði sig um tímana eftir meiðslin í viðtali í gær.

„Ég hugsaði hvort ég myndi spila aftur. Ég vissi að meiðslin væru alvarleg."

„Fjölskyldan studdi við mig og hélt mér gangandi. Það voru dagar sem ég mætti á æfingasvæðið og sá leikmenn æfa og svekkti mig á að ég gat ekki verið með. Það voru slæmir dagar en ég átti þó líka jákvæðari daga."


Chelsea hefur verið vaxandi undanfarið og sigraði Southampton, 1-4, á útivelli um helgina.

Callum Hudson-Odoi og Reece James voru valdir í enska U21 árs landsliðið á dögunum. Líklegt verður að teljast að Odoi verði næst valinn í A-landsliðið ef hann heldur áfram að blómstra.
Athugasemdir
banner
banner
banner