Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 08. nóvember 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland um helgina - Bayern og Dortmund mætast
Erkifjendurnir Bayern München og Borussia Dortmund munu eigast við á morgun í þýsku úrvalsdeildinni.

Leikurinn hefst klukkan 17:30 á Allianz Arena í Bæjaralandi.

Bayern er enn stjóralaust og mun Hans-Dieter Flick stýra liðinu í leiknum, en hann stýrði Bayern til sigurs gegn Olympiakos í Meistaradeildinni á miðvikudag.

Bayern rak Niko Kovac úr starfi eftir 5-1 tap gegn Eintracht Frankfurt um síðustu helgi.

Eins og staðan er núna er Dortmund í öðru sæti með 19 stig og Bayern í fjórða sæti með 18 stig.

Leikur Köln og Hoffenheim er fyrsti leikur helgarinnar, en hann fer fram í kvöld.

Á morgun eru svo fimm leikir og er síðasti leikur dagsins leikur Bayern og Dortmund. Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg heimsækja botnlið Paderborn klukkan 14:30.

Á sunnudaginn eru svo þrír leikir. Topplið Gladbach fær Werder Bremen í heimsókn í fyrsta leik sunnudagsins.

föstudagur 8. nóvember
19:30 Köln - Hoffenheim

laugardagur 9. nóvember
14:30 Paderborn - Augsburg
14:30 Schalke 04 - Fortuna Dusseldorf
14:30 Mainz - Union Berlin
14:30 Hertha - RB Leipzig
17:30 Bayern - Dortmund

sunnudagur 10. nóvember
12:30 Gladbach - Werder
14:30 Wolfsburg - Leverkusen
17:00 Freiburg - Eintracht Frankfurt
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 3 3 0 0 14 2 +12 9
2 Dortmund 3 2 1 0 8 3 +5 7
3 Köln 3 2 1 0 8 4 +4 7
4 St. Pauli 3 2 1 0 7 4 +3 7
5 Eintracht Frankfurt 3 2 0 1 8 5 +3 6
6 Hoffenheim 3 2 0 1 7 6 +1 6
7 RB Leipzig 3 2 0 1 3 6 -3 6
8 Wolfsburg 3 1 2 0 7 5 +2 5
9 Werder 3 1 1 1 8 7 +1 4
10 Leverkusen 3 1 1 1 7 6 +1 4
11 Augsburg 3 1 0 2 6 6 0 3
12 Stuttgart 3 1 0 2 3 5 -2 3
13 Freiburg 3 1 0 2 5 8 -3 3
14 Union Berlin 3 1 0 2 4 8 -4 3
15 Mainz 3 0 1 2 1 3 -2 1
16 Gladbach 3 0 1 2 0 5 -5 1
17 Hamburger 3 0 1 2 0 7 -7 1
18 Heidenheim 3 0 0 3 1 7 -6 0
Athugasemdir