Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 08. desember 2023 15:02
Elvar Geir Magnússon
Hákon valinn þriðji besti leikmaður tímabilsins
Mynd: Guðmundur Svansson
Hákon Rafn Valdimarsson er í þriðja sæti á lista Fotbollskanalen yfir bestu leikmenn sænsku úrvalsdeildarinnar á liðnu tímabili. Hákon varði mark Elfsborg sem var hársbreidd frá því að tryggja sér sænska meistaratitilinn.

„Hann var markvörður ársins í deildinni og það verður erfitt fyrir Elfsborg að halda honum. Hann veit hvernig á að verja skot og er ákveðinn í teignum. Tilfinningin er að hann hiki aldrei í aðgerðum sínum," segir í umsögn Fotbollskanalen um Hákon.

Hákon lék sinn fyrsta keppnisleik fyrir A-landsliðið á dögunum og stóð sig þá vel í tapi gegn Portúgal í Lissabon.

Brasilíumaðurinn Gabriel Busanello hjá Malmö er í öðru sæti listans yfir bestu leikmenn tímabilsins í Svíþjóð og Samuel Gustafson miðjumaður Häcken í því fyrsta.

Tveir aðrir Íslendingar eru á listanum; Arnór Sigurðsson er í fimmtánda sæti en hann yfirgaf Norrköping á árinu og gekk í raðir Blackburn. Þá er Arnór Ingvi Traustason hjá Norrköping í 25. sæti.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner