Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   fös 08. desember 2023 22:10
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Gatti hetja Juventus gegn Napoli
Federico Gatti skoraði eina mark leiksins
Federico Gatti skoraði eina mark leiksins
Mynd: EPA
Juventus 1 - 0 Napoli
1-0 Federico Gatti ('51 )

Juventus lagði Napoli að velli, 1-0, á Allianz-leikvanginum í 15. umferð Seríu A á Ítalíu í kvöld.

Gestirnir voru betri aðilinn í fyrri hálfleiknum þar sem Kvicha Kvaratskhelia fékk besta færið er hann skaut yfir markið eftir undirbúning Matteo Politano.

Juventus refsaði fyrir þetta klúður Napoli snemma í síðari er Federico Gatti stangaði fyrirgjöf Andrea Cambiaso í netið.

Napoli tókst að koma boltanum í netið eftir skelfileg mistök Wojciech Szczesny, Politano náði að skalla boltann á Victor Osimhen, sem skoraði, en markið dæmt af vegna rangstöðu. Szczesny slapp því með skrekkinn.

Juventus fagnaði sigrinum í kvöld og er nú með 36 stig í efsta sæti deildarinnar. Napoli á meðan í 5. sæti með 24 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner