Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   sun 08. desember 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Mendy ekki með gegn Atalanta
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vinstri bakvörðurinn Ferland Mendy verður ekki með Real Madrid gegn Atalanta í mikilvægum leik í Meistaradeildinni á þriðjudag en félagið greinir frá þessu í dag.

Mendy er fastamaður í vörn Madrídinga en hann meiddist í 3-0 sigri liðsins á Girona í La Liga í gær.

Meiðslin hafa herjað á hóp Real Madrid á tímabilinu. Eder Miltao og Dani Carvajal eru báðir frá út leiktíðina og þá er David Alaba áfram á meiðslalistanum.

Á þriðjudag mun því líklega hinn 25 ára gamli Fran Garcia byrja í vinstri bakverðinum en Real Madrid þarf sigur til að eiga ekki í hættu á að missa af sæti í útsláttarkeppnina.

Liðið er aðeins með 6 stig eftir fimm leiki en Atalanta verður engin gönguferð í garðinum. Atalanta er ríkjandi Evrópudeildarmeistari og er sem stendur í efsta sæti Seríu A.
Athugasemdir
banner
banner
banner