Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. febrúar 2021 19:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Birkir kom við sögu í dramatísku jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason kom inn á sem varamaður þegar Brescia gerði dramatískt jafntefli á útivelli gegn Lecce.

Hólmbert Aron Friðjónsson var ónotaður varamaður en hann er að komast af stað eftir meiðsli sem hann varð fyrir í Noregi þegar hann var á mála hjá Álasundi.

Birkir kom inn á þegar 81 mínúta var liðin af leiknum. Þá var staðan 2-1 en Brescia tókst að jafna metin á 93. mínútu leiksins.

Brescia er í 13. sæti deildarinnar, níu stigum frá umspilssæti.

Hitt Íslendingalið deildarinnar, Venezia frá Feneyjum, vann 3-1 sigur gegn Cremonese. Enginn Íslendingur var með liðinu í kvöld en þrír eru á mála hjá félaginu; Bjarki Steinn Bjarkason, Jakob Franz Pálsson og Óttar Magnús Karlsson.

Venezia er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar, en það er umspilssæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner