Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 09. mars 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alba ekki ánægður með baulandi stuðningsmenn
Jordi Alba, vinstri bakvörður Barcelona.
Jordi Alba, vinstri bakvörður Barcelona.
Mynd: Getty Images
Jordi Alba, bakvörður Barcelona, var ekki ánægður með að stuðningsmenn bauluðu á liðið í 1-0 sigrinum á Real Sociedad á laugardag.

Barcelona hafði ekki náð í góð úrslit fyrir leikinn gegn Sociedad, gert 1-1 jafntefli gegn Napoli í Meistaradeildinni og tapað gegn erkifjendunum í Real Madrid, 2-0 á Santiago Bernabeu. Stuðningsmenn voru stressaðir á laugardag þegar Börsungar unnu nauman heimasigur á Sociedad.

Lionel Messi skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu þegar tæpar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Áður en Barcelona skoraði þá höfðu stuðningsmenn liðsins baulað á leikmenn sína og við því hafði Alba að segja: „Engum finnst gaman að spila illa, en ég kann ekki við það að stuðningsmennirnir bauli þegar staðan er markalaus eftir 15 mínútur."

„Allir leikmennirnir eru að gefa allt á vellinum. Ég fer ekki í felur. Eins og virði alla, þá verða þeir að virða mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner