Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 09. mars 2020 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hodgson hefur ekki áhyggjur af mögulega banni 70 ára og eldri
Roy Hodgson.
Roy Hodgson.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin er sögð vera íhuga að banna 70 ára og eldri að mæta á leiki í deildinni. Fólk á þeim aldri er í mestri hættu þegar kemur að kórónaveirunni.

Hingað til hafa tvær manneskjur látið lífið á Bretlandi og um 150 greint með veiruna.

Hinn 72 ára gamli Hodgson er elsti stjórinn í ensku úrvalsdeildinni en hann framlengdi nýverið samning sinn við Crystal Palace um eitt ár.

Eftir sigur á Watford á laugardag var hann spurður út í mögulegt bann hjá eldri en 70 ára á völlum ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta er ekki eitthvað sem veldur mér áhyggjum," sagði Hodgson.

„Ég geri ráð fyrir því að það verði gert til að vernda okkur. Ég hef lesið að það sé eldra fólk sem er í mestri hættu, en mér finnst ég vera mjög heilbrigður."

„Við búum í lýðræðisríki og við erum löghlýðnir borgarar. Ég hef áhyggjur af þessu þegar sá tími kemur."

Hodgson hefur verið að gera mjög flotta hluti með Palace sem er í 11. sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner