Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 09. mars 2020 17:19
Elvar Geir Magnússon
Íþróttaviðburðir bannaðir á Ítalíu til 3. apríl
Toppslagur Juventus og Inter var leikinn fyrir luktum dyrum í gær.
Toppslagur Juventus og Inter var leikinn fyrir luktum dyrum í gær.
Mynd: Getty Images
Ólympíusamband Ítalíu hefur ákveðið að banna íþróttaviðburði í landinu til 3. apríl til að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar. Það er því nokkuð ljóst að ekki verður spilað meira í ítölsku A-deildinni þennan mánuðinn.

Leikir deildarinnar að undanförnu hafa farið fram án áhorfenda en á neyðarfundi í dag var ákveðið að ganga skrefinu lengra. Bannið gildir um alla íþróttaviðburði, líka meðal áhugamanna.

Giovanni Malago, forseti Ólympíusambandsins, gaf það út áðan að þetta hafi verið niðurstaða fundarins. Beðið er eftir því að stjórnvöld á Ítalíu staðfesti bannið.

Vonast til þess að Emil og Birkir komi til Íslands á morgun
Það er mörgum spurningum enn ósvarað varðandi bannið, til dæmis hvað verður um þetta tímabil í ítölsku A-deildinni. Deildinni hefur ekki verið frestað síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Bannið gildir ekki um alþjóðlega leiki og nær því ekki yfir Meistaradeild Evrópu og landsleiki.

Efst í huga okkar Íslendinga er þó hver staðan verði hjá Birki Bjarnasyni og Emil Hallfreðssyni, sem báðir spila í ítalska boltanum, í aðdraganda umspilsleiks Íslands og Rúmeníu sem fara á fram 26. mars.

433.is segir að KSÍ vonist til þess að Birkir og Emil fái grænt ljós á að koma til Íslands á morgun. Þeir þurfa þá að fara í tveggja vikna sóttkví þar sem þeir munu æfa einir.

Sjá einnig:
KSÍ leitar lausna með Birki og Emil - Ekki rætt um frestun á leiknum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner