Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 09. apríl 2019 22:22
Arnar Helgi Magnússon
Átti Salah að fá beint rautt?
Mynd: Getty Images
Samfélagsmiðlar hafa logað eftir leik Liverpool og Porto í 8-liða úrslitum Meistardeildarinnar í kvöld. Átti Mo Salah að fá beint rautt spjald fyrir ljóta tæklingu á Danilo Pereira?

Atvikið átti sér stað þegar tíu mínútu voru eftir af leiknum. Salah var þá með boltann rétt fyrir utan vítateigs Porto og var að reyna að þræða sig í gegnum vörn andstæðingsins.

Það gekk ekki betur en svo að Egyptinn missti boltann aðeins of langt frá sér og í fætur Danilo Pereira, fyrirliða Porto. Salah ætlaði að reyna að ná boltanum aftur en fór þá með vinstri fótinn beint ofan á sköflunginn á Pereira.

Phil Dowd, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, segir augljóst að Salah hefði átt að fjúka útaf fyrir brotið.

„Salah var aldrei að fara að ná boltanum til baka og hvernig hann kemur inn í þessa tæklingu verðskuldar beint rautt spjald," sagði Dowd.

Hér að neðan má sjá myndir af tæklingunni og viðbrögð á samfélagsmiðlum.












Athugasemdir
banner
banner
banner