Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. apríl 2020 10:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Merson velur lið ársins í úrvalsdeildinni - Einn mjög óvæntur
Mynd: Getty Images
Sparkspekingurinn Paul Merson hefur valið lið ársins í ensku úrvalsdeildinni. Merson var á árum áður leikmaður Arsenal en starfar nú hjá Sky Sports.

Merson stillir upp í leikkerfið 4-3-3 og koma átta leikmenn frá Liverpool. Einn kemur frá Manchester City, einn frá Crystal Palace og einn frá Leicester.

Lið ársins að mati Merson:
Alisson; Alexander-Arnold, Van Dijk, Cahill, Robertson; Wijnaldum, Henderson, De Bruyne; Salah, Vardy, Mane

Liverpool er með bestu vörnina í deildinni og útskýrir það fjóra af öftustu fimm að mati Merson. Gary Cahill er í liðinu og Merson útskýrir það val. „Hann hefur verið frábær hjá Palace. Hann kom síðasta sumar og það má ekki gleymast að hann spilaði lítið í fyrra. Hann hefur varist mjög vel hjá liði sem verst mun meira en hann hefur verið vanur undanfarin ár. Hann hefur stýrt vörninni og hann er ástæðan fyrir því að Palace er ekki í fallbaráttu."

Jamie Vardy er fremsti maður og Kevin De Bruyne er á miðjunni, annars eru fjórir af fremstu sex úr liði Liverpool. Jamie Vardy er markahæstur og er það ástæðan fyrir því að Merson velur Vardy. De Bruyne er svo gæðaleikmaður sem skín í stærstu leikjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner