Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. apríl 2020 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Víkingur að gera þetta að fjögurra hesta kapphlaupi?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net var með breyttu sniði þessa vikuna, líkt og undanfarnar vikur, vegna kórónaveirunnar.

Þeir Elvar Geir Magnússon og Tómas Þór Þórðarson fengu þá Benedikt Bóas Hinriksson og Magnús Má Einarsson í heimsókn í hljóðver Fótbolta.net og ræddu þeir um málefni líðandi stundar.

Fyrsta málefnið sem tekið var fyrir var styrking Víkinga en í gær var greint frá því að Kristall Máni Ingason væri á leið í Víkina.

Í kjölfarið spratt upp umræða hvort baráttan við toppinn væri nú milli fjögurra liða en til þessa hafa KR, Valur og Breiðablik verið í efstu sætunum í ótímabæru spám þeirra Elvars og Tómasar.

Rætt var um ummæli Kára Árnasonar að hann hefði trú á að Víkingar gætu orðið Íslandsmeistarar.

„Ættum við að tala um frekar um fjögurra hesta kapphlaup fyrir mótið?" Spurði Elvar.

„Af hverju er Breiðablik í umræðunni? Af hverju er það svona augljóst með nýjan þjálfara?" Spurði Tómas á móti.

„Breiðablik hefur verið í topp þremur í spám okkar," svaraði Elvar og Magnús bendir á að liðið hafi verið í öðru sæti síðustu tvö tímabil. Magnús hefur þá frekar trú á að Breiðablik geti unnið titilinn heldur en Víkingur.

„Ég sé þetta sem topp tvo og svo koma Breiðablik og Víkingur í kjölfarið, en ég skil alveg sjónarmið Kára," svaraði Tómas.

„Eru þá bara þessi tvö lið (Valur og KR) sem eiga raunhæfa möguleika á titlinum að þínu mati?" Spurði Elvar.

„Ekki raunhæfa en Valur og KR eru enn líklegust," svaraði Tómas.
Útvarpsþátturinn - Stóru málin við páskahringborðið
Athugasemdir
banner
banner