Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   fös 09. maí 2025 21:59
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram var að vonum sáttur að leikslokum þegar Fram vann sterkan 2-1 útisigur á Víkingi í kvöld.

„Við skorum tvö frábær mörk, börðumst allan leikinn og vörðum okkar mark vel. Víkingur voru meira með boltann en við vorum hættulegar þegar við unnum hann og skorum úr einni góðri slíkri skyndisókn í seinni hálfleik," sagði Óskar Smári eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Fram

Alda Ólafsdóttir og Murielle Tiernan eru báðar þekktar fyrir að vera miklir markaskorar. Þær skoruðu sitthvort markið í kvöld en það sást líka í kvöld hvað þær voru að tengja vel saman. ,,Ég er bara þakklátur fyrir að eiga tvo góða sentera og ég á ekki bara tvo, ég á fleiri góða sentera. Við erum að fá fleiri ógnir á bakvið og Murielle er að komast nær því sem Murielle er þekkt fyrir, hún æfði lítið sem ekkert í vetur og er að vinna sig nær og nær því standi sem hún á að vera í."

Veðrið sýndi á sér margar ólíkar hliðar í kvöld, sólin skein á köflum en inn á milli voru aðstæður frekar erfiðar. „Ég labbaði hérna út og þá var sólskin og svo kom maður út og þá var kominn snjóstormur. Ég held það hafi sést á 93. mínútu þá kom bara eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember í fyrra á miðjum vetri. Mér fannst stelpurnar díla frábærlega við það," sagði Óskar Smári.

Nánar er rætt við Óskar Smára í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner