Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
Með þrjú stórmót og yfir 100 leiki á bakinu - „Ég fer með það í gröfina"
„Viðurkenning fyrir hana og íslenskan fótbolta"
Vann með Frank Lampard áður en hann tók til starfa hjá KSÍ
Gunnhildur elskar nýtt hlutverk - „Baldvin Leó fékk að fljóta með"
Steini: Ákveðinn lamandi ótti eiginlega
Þurfum að vinna heimakonur - „Þetta eru allt heimsklassa lið"
Fyrstu mínútur Kötlu á stórmóti - „Fokking hell maður"
Karólína Lea: Ég hef aldrei séð hana jafn hvíta í framan
Sveindís: Spilum ekki fótbolta í fyrri hálfleik
Ingibjörg: Auðvelt að segja að þetta eigi að vera venjulegt
Cecilía segir hafa verið stress í liðinu - „Ætlum að vinna næstu tvo“
„Þetta verkefni sem hún hefur gengið í gegnum er ótrúlegt"
Foreldrar Áslaugar Mundu á sínu þriðja EM - „Ekki hægt að sleppa þessu“
Bryndís mætt sem stuðningsmaður: Tók tíma að sætta sig við það
Halla forseti mætt til Sviss: Ég hef óbilandi trú á liðinu
Rúnar eiginmaður Natöshu: Ótrúlegt stolt fyrir okkar fjölskyldu
Rob Holding: Mættur til að styðja Ísland og Sveindísi
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
   fös 09. maí 2025 21:59
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Óskar Smári: Eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember
Kvenaboltinn
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram var að vonum sáttur að leikslokum þegar Fram vann sterkan 2-1 útisigur á Víkingi í kvöld.

„Við skorum tvö frábær mörk, börðumst allan leikinn og vörðum okkar mark vel. Víkingur voru meira með boltann en við vorum hættulegar þegar við unnum hann og skorum úr einni góðri slíkri skyndisókn í seinni hálfleik," sagði Óskar Smári eftir leik.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  2 Fram

Alda Ólafsdóttir og Murielle Tiernan eru báðar þekktar fyrir að vera miklir markaskorar. Þær skoruðu sitthvort markið í kvöld en það sást líka í kvöld hvað þær voru að tengja vel saman. ,,Ég er bara þakklátur fyrir að eiga tvo góða sentera og ég á ekki bara tvo, ég á fleiri góða sentera. Við erum að fá fleiri ógnir á bakvið og Murielle er að komast nær því sem Murielle er þekkt fyrir, hún æfði lítið sem ekkert í vetur og er að vinna sig nær og nær því standi sem hún á að vera í."

Veðrið sýndi á sér margar ólíkar hliðar í kvöld, sólin skein á köflum en inn á milli voru aðstæður frekar erfiðar. „Ég labbaði hérna út og þá var sólskin og svo kom maður út og þá var kominn snjóstormur. Ég held það hafi sést á 93. mínútu þá kom bara eins mikið haglél og ég hef séð frá því í nóvember í fyrra á miðjum vetri. Mér fannst stelpurnar díla frábærlega við það," sagði Óskar Smári.

Nánar er rætt við Óskar Smára í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner