Munu Man Utd og Liverpool berjast um Eze? - Pochettino tekur við Bandaríkjunum - Antony gæti verið lánaður til Tyrklands
   fös 09. júní 2023 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild - Með þetta 'clutch gene'
Kári Pétursson (KFG)
Kári Pétursson.
Kári Pétursson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári er leikmaður KFG.
Kári er leikmaður KFG.
Mynd: Stjarnan
Kári Pétursson, leikmaður KFG, er besti leikmaður sjöttu umferðar 2. deildar karla að mati Ástríðunnar í boði ICE.

Kári gerði bæði mörk KFG í frábærum 1-2 útisigri á toppliði ÍR í Breiðholtinu. KFG hefur komið á óvart í upphafi tímabils og er í þriðja sæti eftir þennan sigur.

„Hann er með þetta 'clutch gene'," sagði Sverrir Mar Smárason í Ástríðunni. „Hann fær víti á 80. mínútu og klárar það bara."

„Hann lét pressuna ekki buga sig á ÍR-velli á miðvikudagskvöldi undir ljósunum," sagði Gylfi Tryggvason.

Kári er fjölhæfur leikmaður sem uppalinn er hjá Stjörnunni. Hann hefur einnig leikið með Leikni Reykjavík og HK á sínum fótboltaferli, ásamt því að spila með KFG í nokkur tímabil.

Í fyrra skoraði hann 13 mörk í 19 deildarleikjum þegar KFG tryggði sér sæti í 2. deild.

Hægt er að hlusta á Ástríðuna hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.

Næsta umferð í 2. deild verður leikin í heild sinni á sunnudaginn en hér að neðan má sjá alla leikina.

2. deild karla
14:00 Haukar-KFG (Ásvellir)
14:00 KFA-Víkingur Ó. (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 KV-ÍR (KR-völlur)
14:00 KF-Höttur/Huginn (Ólafsfjarðarvöllur)
16:00 Sindri-Völsungur (Jökulfellsvöllurinn)
16:00 Þróttur V.-Dalvík/Reynir (Vogaídýfuvöllur)

Bestir í fyrri umferðum:
1. umferð - Björn Axel Guðjónsson (Víkingur Ó.)
2. umferð - Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
3. umferð - Bragi Karl Bjarkason (ÍR)
4. umferð - Ólafur Bjarni Hákonarson (KFG)
5. umferð - Luke Williams (Víkingur Ó.)
Ástríðan 6. umferð - Clutch genes og dramatík
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner