Liverpool hefur áhuga á Neto - Man Utd fylgist með Inacio - Inter Miami vill fá Modric
   fös 09. júní 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fullyrða að Gundogan skipti um lið eftir úrslitaleikinn
Gundogan er til hægri á þessari mynd.
Gundogan er til hægri á þessari mynd.
Mynd: EPA
Mundo Deportivo á Spáni fullyrðir í dag að Ilkay Gundogan verði kynntur sem nýr leikmaður Barcelona eftir helgina.

Gundogan, sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Manchester City, er að verða samningslaus.

Gundogan, sem er 32 ára gamall, hefur leikið með Man City frá 2016. Þar áður var hann hjá Borussia Dortmund í heimalandi sínu, Þýskalandi.

Hann hefur verið gríðarlega góður þjónn fyrir City og er hann til að mynda búinn að vera frábær seinni hlutann á þessu tímabili. Hann skoraði bæði mörk liðsins í úrslitaleik FA-bikarsins og var mjög mikilvægur þegar liðið tryggði sér titilinn í ensku úrvalsdeildinni.

City vill endursemja við hann en hann er sagður ætla að hefja nýjan kafla á sínum ferli í Katalóníu.

Gundogan er að fara að spila með City í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn en Mundo Deportivo segir að hann verði kynntur hjá Barcelona eftir þann leik. Börsungar hafa verið í fjárhagsvandræðum en fundu nægilega mikið pláss í áætlun sinni til að semja við þýska miðjumanninn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner