Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 09. júní 2023 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Naby Keita snýr aftur til Þýskalands (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Werder Bremen hefur fengið Naby Keita í sínar raðir frá Liverpool. Hann kemur á frjálsri sölu frá enska félaginu og snýr aftur til Þýskalands eftir fimm ára fjarveru.

Samningur Keita við Liverpool rann út í lok tímabils og þarf því ekki að kaupa leikmanninn.

Bremen endaði í 13. sæti Bundesliga í vetur en liðið endaði tímabilið afleitlega og tók aðeins níu stig úr síðustu fimmtán umferðum deildarinnar sem var það versta í deildinni.

Keita er 28 ára miðjumaður sem Liverpool keypti frá RB Leipzig sumarið 2018 á 60 milljónir evra.

Á liðinni leiktíð kom hann einungis við sögu í þrettán leikjum hjá Liverpool sem fór í heild sinni í gegnum vonbrigðatímabil. Keita lék einungis 129 leiki undir stjórn Jurgen Klopp og einkenndist vera hans hjá Liverpool talsvert af meiðslum.


Athugasemdir
banner
banner